Afgreiðsla og áfyllingar

Þjónustufyrirtæki við iðnað óskar eftir að ráða starfsmenn í framleiðsludeild.

Fyrirtækið er alþjóðlegt og starfar á sviði framleiðslu og þjónustu í efnaiðnaði. Starfsstöð fyrirtækisins á Íslandi er á höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða tímabundið starf út september með möguleika á áframhaldandi starfi. Kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 16:00 alla virka daga.
Leitað er að samviskusömum og kröftugum einstaklingum með áhuga og metnað fyrir starfi sínu. Viðkomandi vinnur með hóp að sameiginlegum markmiðum um öryggi, nákvæmni í afhendingum, gæði og framleiðni.

Starfssvið:
  • Vinna við framleiðslu
  • Vörumóttaka og vörutiltekt
  • Gerð flutningsgagna
  • Skráningar í eftirlitskerfi
  • Vinna í hóp sem og sjálfstætt
Hæfniskröfur:
  • Rík öryggisvitund
  • Rík ábyrgðakennd og geta til að leysa úr vandamálum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Íslenskukunnátta æskileg
  • Góð almenn tölvukunnátta


Við vinnum markvisst að jafnrétti kynjanna og fjölbreytileika; það væri ánægjulegt að sjá umsækjendur með mismunandi bakgrunn og reynslu.
Kostur ef umsækjandi er skráður hjá Vinnumálastofnun.

Önnur störf