Bílstjóri/Lagerstarfsmaður

Þekkt fyrirtæki á sviði innflutnings og þjónustu við íslenskan iðnað og athafnalíf óskar eftir að ráða vandvirkan og skipulagðan einstakling til starfa við útkeyrslu og lagerstörf.

Um framtíðarstarf er að ræða og er vinnutími frá kl. 08:00 til kl. 17:00.
Fyrirtækið þjónustar stóra sem smáa aðila m.a. með stjórn- og vélbúnað, verkfæri, rafsuðuvörur, dælur, slöngur og lagnaefni.
Viðkomandi mun sjá um útakstur og heimaakstur á vörusendingum ásamt öðrum sendiferðum og tilfallandi verkefnum ásamt þvi að aðstoða á lager við afgreiðslu og vörumóttöku.

Starfssvið:
 • Akstur vörusendinga og aðrar sendiferðir
 • Afgreiðsla, tiltekt og móttaka á vörum
 • Aðstoð við verkstæði og tæknimenn
 • Smíði og samsetning á slöngum
 • Dagleg umsjón með sendibifreið
 • Tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
 • Bílpróf er skilyrði – lyftarapróf kostur
 • Reynsla af sambærilegum störfum kostur
 • Gott frumkvæði og árvekni
 • Snyrtimennska og góð umgengni
 • Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar

Önnur störf