Reikningshald og skattskil logo

Bókari 80/100% starf

Reikningshald & skattskil ehf óskar eftir að ráða reyndan bókara til starfa.

Um fullt starf er að ræða en einnig er möguleiki á 80% starfshlutfalli. Vinnutími er eftir nánara samkomulagi.

Starfssvið:
 • Færsla bókhalds, afstemmingar og uppgjör til endurskoðanda fyrir fjölbreytt fyrirtæki
 • Virðisaukaskattsuppgjör
 • Launavinnsla
 • Samskipti við viðskiptavini
 • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
 • Réttindapróf viðurkennds bókara, M.Acc eða annað sambærilegt nám og/eða reynsla sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla af DK bókhaldskerfi kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Góð almenn tölvukunnátta þ.m.t. Excel
 • Færni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
 • Nákvæmni, metnaður og ögun í vinnubrögðum


Reikningshald & skattskil ehf á rætur að rekja til ársins 2001. Fyrirtækið ráðleggur og þjónustar einstaklinga, félög og fyrirtæki stór sem smá við bókhald, gerð lögbundinna skilagreina, skattframtöl, áætlanagerð, fjármálastjórn, stofnun félaga og fleira.

Önnur störf