Efnafræðingur
Íslenskt fyrirtæki sem er að hefja nýsköpun í efnaframleiðslu óskar eftir að ráða efnafræðing til starfa.
Um fullt starf er að ræða og er vinnutími eftir nánara samkomulagi.
Leitað er að einstaklingi sem er sjálfstæður í hugsun, hefur gott frumkvæði, sköpunarkraft og getu til að starfa sjálfstætt sem og í hópi.
Starfssvið:
- Skráningar á efnum
- Þátttaka í vöruþróun
- Önnur almenn störf
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun á sviði efnafræði er skilyrði
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð ensku- og íslenskukunnátta
- Rík hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulögð og öguð vinnubrögð