Fjármálastjóri

Rótgróið framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða öflugan einstakling í krefjandi stjórnunarstarf.


Í starfinu felst starfsmannastjórnun, nýsköpun og stefnumörkun, dagleg umsjón og ábyrgð á fjármálum fyrirtækisins ásamt þjónustu og samskiptum við viðskiptamenn og samstarfsaðila.

Starfssvið:
 • Fjármálastjórn og reikningshald
 • Gerð og eftirfylgni fjárhags- og rekstraráætlana
 • Stjórnendaupplýsingar til framkvæmdastjóra og stjórnar fyrirtækisins
 • Líkana-, áætlana- og skýrslugerðir
 • Umsjón með skilum á gögnum til endurskoðanda og opinberra aðila
 • Starfsmannamál
Hæfniskröfur:
 • Háskólamenntun á sviði Viðskipta- og/eða hagfræði, fjármálaverkfræði eða sambærilegt
 • Framhaldsmenntun á sviði fjármála er æskileg
 • Haldbær reynsla af rekstrar- og fjármálastjórnun
 • Reynsla af starfsmannastjórnun mikill kostur
 • Mjög góð tölvukunnátta (Excel, Pivot, Power BI, Dynamics Navision)
 • Öguð og skipulögð vinnubrögð byggð á metnaði og árangri
 • Framúrskarandi samskiptafærni og þjónustulund
 • Gott vald á íslensku og ensku

Önnur störf