Fjölbreytt skrifstofustarf

Eitt öflugasta fiskvinnslufyrirtæki landsins óskar eftir að ráða fjölhæfan og sjálfstæðan einstakling til starfa við fjölbreytt skrifstofustörf.


Um fullt starf er að ræða og er vinnutími frá kl. 08:00 til kl. 16:00.
Fyrirtækið er stór kaupandi á fiskmörkuðum og hefur lagt megináherslu á útflutning ferskra afurða en er einnig með söltun og frystingu.
Leitað er að einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt og á ennfremur auðvelt með að vinna að mörgum og fjölbreyttum verkefnum.
Viðkomandi mun bera ábyrgð á ákveðnum verkþáttum en jafnframt taka að sér og aðstoða við önnur tilfallandi verkefni.

Starfssvið:
 • Almenn skrifstofustörf
 • Umsjón með launabókhaldi
 • Reikningagerð og innheimta
 • Afstemmingar skuldunauta
 • Upplýsingagjöf og samskipti við starfsfólk vegna starfsmannamála
 • Gerð vörufylgibréfa
Hæfniskröfur:
 • Reynsla af sambærilegum störfum
 • Mjög góð almenn tölvukunnátta s.s. Word og Excel
 • Þekking á bókhaldsforritum s.s. DK eða sambærilegu
 • Góð íslensku- og enskukunnátta
 • Rík hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð