Fjölbreytt skrifstofustarf

Þekkt þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða fjölhæfan og jákvæðan einstakling til starfa við fjölbreytt skrifstofustörf ásamt tilfallandi aðstoð á lager.

Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sjálfstæður og eiga gott með mannleg samskipti ásamt því að hafa getu til að sinna fjölbreyttum verkefnum
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 16:00.

Starfssvið:
 • Aðstoð við bókhald
 • Gerð sölupantana og reikningagerð
 • Umsjón með verkbókhaldi og tímaskráningum
 • Gerð innflutningsskýrslna
 • Innheimta og stofnun krafna í banka
 • Aðstoð á lager
 • Ýmis tilfallandi skrifstofustörf
Hæfniskröfur:
 • Reynsla/þekking eða nám/námskeið á sviði bókhalds
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Rík hæfni í mannlegum samskiptum
 • Metnaður og frumkvæði í starfi
 • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð


Fyrirtækið framleiðir vélar fyrir iðnað ásamt því að reka þjónustu og renniverkstæði bæði fyrir viðgerðir og viðhald.

Önnur störf