Um HH Ráðgjöf

HH Ráðgjöf hóf starfsemi sína árið 2005. Fyrirtækið er í einkaeigu.

HH Ráðgjöf veitir viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði ráðninga og mannauðsmála. Fagmennska, persónuleg þjónusta og vönduð vinnubrögð eru einkunnarorð okkar. Mikil áhersla er lögð á að starfsmenn fyrirtækisins fái alla þá þjálfun sem hægt er að veita og einungis eru ráðnir til starfa einstaklingar með mikla þekkingu og reynslu á því sviði sem þeir starfa við hjá HH Ráðgjöf. Ennfremur hefur það verið okkur mikið kappsmál að nýta tæknina til fullnustu og var af þeim sökum m.a. sérskrifaður hugbúnaður fyrir ráðningarþjónustuna sem hefur verulega þýðingu varðandi gæði þjónustunnar og gerir okkur kleift að finna á mun markvissari hátt en ella rétta einstaklinginn fyrir rétta starfið. Einnig hefur reynst ákaflega vel og mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sú stefna að vinna hratt og örugglega og hraða ráðningarferlinu eins og unnt er.

Viðskiptavinir HH Ráðgjafar eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins.

Fyrirtækið hefur verið í örum vexti allt frá stofnun þess og hafa viðtökur verið afar góðar, jafnt hjá fyrirtækjum sem og einstaklingum. Starfsmenn HH Ráðgjafar eru nú orðnir 5 talsin. Þannig hefur safnast fyrir hjá fyrirtækinu gríðarleg þekking og reynsla á sviði starfsmannamála og ráðninga.


Persónuverndarstefna HH Ráðgjafar ehf.

HH Ráðgjöf leggur áherslu á að virða réttindi einstaklinga og vernda persónuupplýsingar þeirra. Öll úrvinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd nr. 90/2018.


Skilgeiningar:

Persónuupplýsingar: Upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling ("skráðan einstakling"); einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.

Vinnsla: Aðgerð eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki, svo sem söfnun, skráning, flokkun, kerfisbinding, varðveisla, aðlögun eða breyting, heimt, skoðun, notkun, miðlun með framsendingu, dreifing eða aðrar aðferðir til að gera upplýsingarnar tiltækar, samtenging eða samkeyrsla, aðgangstakmörkun, eyðing eða eyðilegging.

Vinnsluaðili: Einstaklingur eða lögaðili, stjórnvald eða annar aðili sem vinnur með persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila.

Ábyrgðaraðili: Einstaklingur, lögaðili, stjórnvald eða annar aðili sem ákveður einn eða í samvinnu við aðra tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga.

Upplýsingar sem umsækjendur veita HH Ráðgjöf:

Umsækjendur stjórna sjálfir hversu miklum upplýsingum þeir miðla til HH Ráðgjafar.

Einstaklingar sækja um ákveðið starf eða leggja inn almenna umsókn rafrænt á heimasíðu HH Ráðgjafar og fylla út þær persónuupplýsingar sem viðkomandi vilja veita ásamt því að boðið er uppá að láta fylgigögn á borð við ferilskrá, kynningarbréf, prófskirteini og önnur viðeigandi gögn fylgja tilviðbótar.

Ekki er óskað eftir af hálfu HH Ráðgjafar að einstaklingar láti í té viðkvæm persónugögn sem eru m.a. skv lögum um persónuvernd upplýsingar um kynþátt, trúarbrögð, kynhneigð, aðild að félögum ofl.

Miðlun upplýsinga til þriðja aðila:

HH Ráðgjöf miðlar eingöngu upplýsingum um umsækjendur til þriðja aðila að fengnu samþykki einstaklingsins þegar ekki er verið að sækja um ákveðið starf.

Komi fram í auglýsingu um starf að umsóknir séu sendar beint til viðkomandi þriðja aðila er þó ekki leitað frekara samþykkis hafi umsækjandi sótt um starfið.

Þegar HH Ráðgjöf tekur á móti persónuupplýsingum um einstakling sem er ekki að sækja um ákveðið starf er HH Ráðgjöf ábyrgðaraðili en þegar einstaklingur sækir um starf hjá ákveðnu fyrirtæki/aðila er HH Ráðgjöf vinnsluaðili og sér um ráðningarferlið fyrir hönd viðkomandi fyrirtækis/aðila.

Þegar um er að ræða aðra ráðgjöf og vinnustaðagreiningar er HH Ráðgjöf vinnsluaðili.

Varðveislutími:

Umsækjendur hafa stjórn á sínum gögnum í ráðningarkerfi HH Ráðgjafar og geta eytt þeim, skráð sig af póstlista, leiðrétt, breytt eða bætt við upplýsingum. HH Ráðgjöf eyðir ekki gögnum um einstaklinga nema einstaklingur óski sérstaklega eftir því skriflega.

Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga:

HH Ráðgjöf vinnur eingöngu með persónuupplýsingar í þeim tilgangi að meta umsækjendur í stöður sem verið er að ráða í.

Réttur umsækjenda:

Umsækjendur hafa ávallt rétt á að upplýsingum um þá sé eytt eða þær leiðréttar óski þeir þess.

Umsækjendur hafa aðgang að upplýsingum sem þeir hafa veitt HH Ráðgjöf á "mínu svæði" og geta ávallt breytt, leiðrétt eða eytt þeim. HH Ráðgjöf hefur ekki aðgang að upplýsingum sem einstaklingur hefur breytt, leiðrétt eða eytt.

Öryggi persónuupplýsinga:

Persónuupplýsinga er gætt með aðgangsstýringum í tölvukerfi HH Ráðgjafar og viðeigandi tölvuvörnum og úrvinnsluferlum. Eingöngu ráðgjafar HH Ráðgjafar hafa aðgang að persónuupplýsingum einstaklinga á skrá. Ráðgjafar HH Ráðgjafar eru upplýstir um skyldur sínar um meðferð og varðveislu persónuupplýsinga.

Við skráningu upplýsinga í ráðningarkerfi HH Ráðgjafar veita umsækjendur samþykki sitt fyrir geymslu og úrvinnslu upplýsinganna.

Einstaklingar eru sjálfir ábyrgir fyrir því að veita sannar upplýsingar og samkvæmt sinni bestu vitund.

Persónuverndarstefna þessi er endurskoðuð reglulega og tekur breytingum í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu HH Ráðgjafar.

Persónuverndarstefna þessi var samþykkt þann 11. október 2018.