Lager og útkeyrsla

Rótgróið verslunarfyrirtæki á sviði húsgagna og smávöru óskar eftir að ráða lipran og duglegan einstakling til starfa á lager og við útkeyrslu.

Um fullt starf er að ræða og er vinnutími frá kl. 09:00 til kl. 18:00 alla virka daga og annan hvorn laugardag frá kl. 12:00 til kl. 16:00.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðum samstarfshæfileikum, hafa metnað fyrir starfi sínu og geta unnið sjálfstætt sem og í hópi.

Starfssvið:
  • Vörumóttaka
  • Afgreiðsla til viðskiptavina
  • Gámatæmingar
  • Almenn lagerstörf
  • Útkeyrsla á vörum til viðskiptavina
Hæfniskröfur:
  • Bílpróf er skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Nákvæm og vönduð vinnubrögð
  • Rík þjónustulund

Önnur störf