Lagerstarfsmaður/Áfyllingar í verslunum

Heildverslun á sviði verkfæra og lyklakerfa óskar eftir að ráða þjónustulipran og vandvirkan einstakling til starfa á lager og við áfyllingar í verslunum.

Vinnutími er frá kl. 09:00 til kl. 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 09:00 til kl. 16:00 á föstudögum.
Viðkomandi þarf að vera samviskusamur, skipulagður, stundvís og snyrtilegur. Hafa gott viðmót, vera þjónustulipur, hafa áhuga fyrir starfi sínu og eiga auðvelt með að starfa með öðrum.

Starfssvið:
  • Vörumóttaka og vöruafhending úr vöruhúsi
  • Afgreiðsla viðskiptavina sem heimsækja fyrirtækið
  • Heimsóknir til endursöluaðila til að taka pantanir
  • Áfyllingar á sölustöðum
  • Kynna vörur fyrir viðskiptavinum
Hæfniskröfur:
  • Góð tölvufærni og talnagleggni
  • Hreint sakavottorð
  • Bílpróf skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli


Fyrirtækið er rúmlega 70 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki með 4 starfsmenn í dag.

Önnur störf