Þjónustuleiðir

Þjónustuleiðir

Full þjónusta

Ráðningarbeiðni móttekin: Farið yfir starfssvið og helstu verkefni í starfinu, hæfniskröfur og óskir vinnuveitanda, ráðgjafi kynnir sér viðkomandi fyrirtæki og metur hvað umsækjandi þarf að uppfylla til að koma til greina í viðkomandi starf.

Farið yfir umsóknir og leitað í gagnagrunni: Ráðgjafi fer yfir umsóknir ef starf hefur verið auglýst í dagblaði eða á heimasíðu. Ráðgjafi leitar í gagnagrunni að einstaklingum sem koma til greina.

Forviðtöl við umsækjendur: Ráðgjafi tekur forviðtöl við umsækjendur sem uppfylla hæfniskröfur og óskir frá vinnuveitanda.

Meðmæla aflað: Meðmæla aflað vegna umsækjenda sem hafa áhuga á starfinu og uppfylla hæfniskröfur og óskir vinnuveitanda.

Umsóknir kynntar fyrir vinnuveitanda: Ráðgjafi hefur unnið úr öllum gögnum og valið þá umsækjendur sem koma best til greina og kynnir fyrir vinnuveitanda.

Gengið frá ráðningu: Vinnuveitandi tekur lokaviðtöl og gengið er frá ráðningu.

Öllum umsækjendum svarað: Haft er samband við alla umsækjendur um viðkomandi starf og látið vita að ráðningu sé lokið.

Þriggja mánaða ábyrgð: Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er endurráðning í hans stað án endurgjalds.

Hlutaþjónusta

Ráðningarbeiðni móttekin: Farið yfir starfssvið og helstu verkefni í starfinu, hæfniskröfur og óskir vinnuveitanda, ráðgjafi kynnir sér viðkomandi fyrirtæki og metur hvað umsækjandi þarf að uppfylla til að koma til greina í viðkomandi starf.

Farið yfir umsóknir og leitað í gagnagrunni: Ráðgjafi fer yfir umsóknir ef starf hefur verið auglýst í dagblaði eða á heimasíðu. Ráðgjafi leitar í gagnagrunni að einstaklingum sem koma til greina.

Starf kynnt í síma fyrir umsækjendum: Ráðgjafi hefur samband við einstaklinga sem koma til greina í viðkomandi starf og kynnir starfið og fyrirtækið sem um ræðir fyrir umsækjanda.

Umsóknir kynntar fyrir vinnuveitanda: Ráðgjafi hefur unnið úr öllum gögnum og valið þá umsækjendur sem koma best til greina og kynnir fyrir vinnuveitanda.

Gengið frá ráðningu: Vinnuveitandi tekur lokaviðtöl og gengið er frá ráðningu. Öllum umsækjendum svarað: Haft er samband við alla umsækjendur um viðkomandi starf og látið vita að ráðningu sé lokið.

Birting á atvinnutorgi

Ráðningarbeiðni móttekin: Farið yfir starfssvið og helstu verkefni í starfinu, hæfniskröfur og óskir vinnuveitanda, ráðgjafi kynnir sér viðkomandi fyrirtæki. Auglýsing unnin og sett upp á atvinnutorgi.

Allar umsóknir sendar beint til vinnuveitanda: Auglýsing um viðkomandi starf er send til umsækjenda í gagnagrunni og vinnuveitandi fær daglega send gögn þeirra sem sækja um starfið..