processing...

Atvinnuappið - HH Ráðgjöf

Persónuverndarstefna

Til baka

Persónuverndarstefna HH Ráðgjafar ehf.

HH Ráðgjöf leggur áherslu á að virða réttindi einstaklinga og vernda persónuupplýsingar þeirra. Öll úrvinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd nr. 90/2018.

SKILGEININGAR:

Persónuupplýsingar: Upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling ("skráðan einstakling"); einstaklingur telst persónugreinanlegur ef unnt er að persónugreina hann, beint eða óbeint, svo sem með tilvísun í auðkenni eins og nafn, kennitölu, staðsetningargögn, netauðkenni eða einn eða fleiri þætti sem einkenna hann í líkamlegu, lífeðlisfræðilegu, erfðafræðilegu, andlegu, efnalegu, menningarlegu eða félagslegu tilliti.

Vinnsla: Aðgerð eða röð aðgerða þar sem persónuupplýsingar eru unnar, hvort sem vinnslan er sjálfvirk eða ekki, svo sem söfnun, skráning, flokkun, kerfisbinding, varðveisla, aðlögun eða breyting, heimt, skoðun, notkun, miðlun með framsendingu, dreifing eða aðrar aðferðir til að gera upplýsingarnar tiltækar, samtenging eða samkeyrsla, aðgangstakmörkun, eyðing eða eyðilegging.

Vinnsluaðili: Einstaklingur eða lögaðili, stjórnvald eða annar aðili sem vinnur með persónuupplýsingar á vegum ábyrgðaraðila.

Ábyrgðaraðili: Einstaklingur, lögaðili, stjórnvald eða annar aðili sem ákveður einn eða í samvinnu við aðra tilgang og aðferðir við vinnslu persónuupplýsinga.

UPPLÝSINGAR SEM UMSÆKJENDUR VEITA HH RÁÐGJÖF:

Umsækjendur stjórna sjálfir hversu miklum upplýsingum þeir miðla til HH Ráðgjafar.

Einstaklingar sækja um ákveðið starf eða leggja inn almenna umsókn rafrænt á heimasíðu HH Ráðgjafar og fylla út þær persónuupplýsingar sem viðkomandi vilja veita ásamt því að boðið er uppá að láta fylgigögn á borð við ferilskrá, kynningarbréf, prófskírteini og önnur viðeigandi gögn fylgja til viðbótar.

Ekki er óskað eftir af hálfu HH Ráðgjafar að einstaklingar láti í té viðkvæm persónugögn sem eru m.a. skv lögum um persónuvernd upplýsingar um kynþátt, trúarbrögð, kynhneigð, aðild að félögum ofl.

MIÐLUN UPPLÝSINGA TIL ÞRIÐJA AÐILA:

HH Ráðgjöf miðlar eingöngu upplýsingum um umsækjendur til þriðja aðila að fengnu samþykki einstaklingsins þegar ekki er verið að sækja um ákveðið starf.

Sé einstaklingur að sækja um ákveðið starf hefur viðkomandi þriðji aðili aðgang að upplýsingum umsækjanda án þess að leitað sé frekara samþykkis hjá umsækjanda.

Þegar HH Ráðgjöf tekur á móti persónuupplýsingum um einstakling sem er ekki að sækja um ákveðið starf er HH Ráðgjöf ábyrgðaraðili en þegar einstaklingur sækir um starf hjá ákveðnu fyrirtæki/aðila er HH Ráðgjöf vinnsluaðili og sér um ráðningarferlið fyrir hönd viðkomandi fyrirtækis/aðila eða viðkomandi fyrirtæki/aðili er vinnsluaðili og sér sjálfur um ráðningarferilið.

Þegar um er að ræða aðra ráðgjöf og vinnustaðagreiningar er HH Ráðgjöf vinnsluaðili.

VARÐVEISLUTÍMI:

Umsækjendur hafa stjórn á sínum gögnum í ráðningarkerfi HH Ráðgjafar og geta eytt þeim, skráð sig af póstlista, leiðrétt, breytt eða bætt við upplýsingum. HH Ráðgjöf eyðir ekki gögnum um einstaklinga nema einstaklingur óski sérstaklega eftir því skriflega.

TILGANGUR VINNSLU PERSÓNUUPPLÝSINGA:

HH Ráðgjöf vinnur eingöngu með persónuupplýsingar í þeim tilgangi að meta umsækjendur í stöður sem verið er að ráða í.

RÉTTUR UMSÆKJENDA:

Umsækjendur hafa ávallt rétt á að upplýsingum um þá sé eytt eða þær leiðréttar óski þeir þess.

Umsækjendur hafa aðgang að upplýsingum sem þeir hafa veitt HH Ráðgjöf á "mínu svæði" og geta ávallt breytt, leiðrétt eða eytt þeim. HH Ráðgjöf hefur ekki aðgang að upplýsingum sem einstaklingur hefur breytt, leiðrétt eða eytt.

ÖRYGGI PERSÓNUUPPLÝSINGA:

Persónuupplýsinga er gætt með aðgangsstýringum í tölvukerfi HH Ráðgjafar og viðeigandi tölvuvörnum og úrvinnsluferlum. Eingöngu ráðgjafar HH Ráðgjafar hafa almennan aðgang að persónuupplýsingum einstaklinga á skrá. Ráðgjafar HH Ráðgjafar eru upplýstir um skyldur sínar um meðferð og varðveislu persónuupplýsinga. Fyrirtæki/aðilar hafa eingöngu aðgang að persónuupplýsingum einstaklinga þegar einstaklingar hafa sótt sérstaklega um starf hjá viðkomandi fyrirtæki/aðila.

Við skráningu upplýsinga í ráðningarkerfi HH Ráðgjafar veita umsækjendur samþykki sitt fyrir geymslu og úrvinnslu upplýsinganna.

Einstaklingar eru sjálfir ábyrgir fyrir því að veita sannar upplýsingar og samkvæmt sinni bestu vitund.

Persónuverndarstefna þessi er endurskoðuð reglulega og tekur breytingum í samræmi við lög og reglur á hverjum tíma. Breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu HH Ráðgjafar.

Persónuverndarstefna þessi var samþykkt þann 24.7.2021.