Atvinnuleitin frá A - Ö

Á námskeiðinu er farið yfir alla þætti sem tengjast atvinnuleitinni, undirbúning, framkvæmd og eftirfylgni.

Þátttakendur fá þjálfun og leiðbeiningar um hvernig haga beri atvinnuleitinni, hvar og hvernig leitað er að starfi, eignast fullbúna ferilskrá, eru undirbúnir fyrir atvinnuviðtöl og eftirfylgni og öðlast getu til að takast á við atvinnuleitina með markvissum og árangursríkum hætti.

Námskeiðið er einstaklingsmiðað og innifelur m.a. einkatíma hjá ráðgjafa þar sem veitt er persónuleg og fagleg ráðgjöf. Einnig er fjallað um helstu áskoranir, markmiðasetningu, virkni og leiðina til árangurs.

Námskeiðið skiptist í 4 hluta, 2 – 2,5 klst í senn, alls 8 – 10 klst.

Leiðbeinendur á námskeiðinu eru:

Hulda Helgadóttir, framkvæmdastjóri
Anika Ýr Böðvarsdóttir, Cand.psych. í sálfræði, MHRM í mannauðsstjórnun
Helga María Helgadóttir, B.Sc. í viðskiptafræði

Námskeiðið er kennt í fjarkennslu á Zoom og fá þátttakendur tæknilega aðstoð ef þörf krefur.

Verð námskeiðs: 19.500 kr.

Stéttarfélög greiða allt að 90% af námskeiðsgjaldinu, í samræmi við réttindi hvers og eins.

Atvinnuleitendur sem eru skráðir hjá Vinnumálastofnun geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu með því að sækja um hér:

https://vinnumalastofnun.is/radgjof-og-thjonusta/starfsthjalfun-og-nam/namskeid/namskeid-a-hofudborgarsvaedinu/starfsleitar-og-hvatningarnamskeid

Næsta námskeið 16. ágúst, nokkur laus sæti.