Skrifstofustarf
Þjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða starfsmann á skrifstofu. Um fjölbreytt og áhugavert starf er að ræða.
Viðkomandi þarf að hafa jákvætt og glaðlegt viðmót, vera vandvirkur og skipulagður í vinnubrögðum og hafa ánægju af mannlegum samskiptum.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 16:00.
Starfssvið:
- Símavarsla og móttaka
- Skráningar í pöntunarkerfi
- Skjalavarsla og tölvupóstsamskipti
- Útsending reikninga
- Samskipti og aðstoð við viðskiptavini og bílstjóra
Hæfniskröfur:
- Góð almenn tölvukunnátta
- Rík hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góðir samskiptahæfileikar, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Reynsla af sambærilegum störfum kostur