Skrifstofustarf

Þekkt fasteignasala óskar eftir að ráða einstakling með reynslu af vinnu við skrifstofu- og þjónustustörf í fjölbreytt og skemmtilegt starf á skrifstofu.


Um er að ræða tímabundið starf til tveggja mánaða með möguleika á áframhaldandi starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Vinnutími er frá kl. 09:00 til kl. 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 09:00 til kl. 16:00 á föstudögum.
Fyrirtækið er ein elsta starfandi fasteignasala Íslands og þjónustar einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, hið opinbera og fleiri aðila meðal annars við sölu á íbúðar- og atvinnuhúsnæði og verðmöt á fasteignum.
Viðkomandi þarf að hafa gott viðmót, vera fjölhæfur og þjónustulundaður, búa yfir reynslu sem nýtist í starfinu s.s. af tölvuvinnu og almennum skrifstofustörfum ásamt því að hafa ánægju af að vinna við fjölbreytt verkefni.

Starfssvið:
  • Aðstoð við símsvörun
  • Ýmiskonar tölvuvinna og skjalavarsla
  • Gagnaöflun og skráningar
  • Þjónusta við sölumenn og viðskiptavini
  • Aðstoð við skrifstofustjóra í margvíslegum verkefnum
Hæfniskröfur:
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Reynsla af sambærilegum störfum
  • Rík hæfni í mannlegum samskiptum og mikil þjónustulund
  • Gott frumkvæði og metnaður í starfi