Skrifstofustjóri

Framsækið og leiðandi verslunarfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ráða skipulagðan og metnaðarfullan einstakling í starf skrifstofustjóra.


Starfið er fjölbreytt og krefjandi.
Óskað er eftir brosmildum og þjónustulunduðum einstaklingi sem er einkar laginn í mannlegum samskiptum.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 16:00 alla virka daga.

Starfssvið:
 • Símsvörun og móttaka viðskiptavina
 • Ráðgjöf og afgreiðsla fyrirspurna frá viðskiptavinum
 • Utanumhald á innkaupareikningum
 • Umsjón með innkaupum á rekstrarvörum
 • Ýmiskonar skráningar í tölvukerfi
Hæfniskröfur:
 • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Þekking á Navision Dynamics kostur
 • mjög góðir skipulagshæfileikar
 • Snyrtimennska og vönduð vinnubrögð
 • Rík hæfni í mannlegum samskiptum
 • Gott frumkvæði og metnaður í starfi