Sölumaður/Áfyllingar

Rótgróin heildverslun óskar eftir að ráða reyklausan einstakling til starfa við sölu og áfyllingar í verslunum viðskiptavina fyrirtækisins.


Vinnutími er frá kl. 08:30 til kl. 16:30 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08:30 til kl. 16:00 á föstudögum.
Fyrirtækið er alþjóðlegt en útibú þess á Íslandi er staðsett á höfuðborgarsvæðinu.
Um er að ræða sölu á rekstrarvörum til endursöluaðila og áfyllingar í verslunum ásamt aðstoð á lager einu sinni í viku við vörumóttöku.
Leitað er að jákvæðum og röskum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund og góða söluhæfileika.
Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og krefst þess að viðkomandi sé mikið á ferðinni í heimsóknum til viðskiptavina. Um létta og snyrtilega vöru er að ræða.

Starfssvið:
  • Heimsóknir til viðskiptavina
  • Áfyllingar í verslunum
  • Sala, ráðgjöf og þjónusta við viðskiptavini
  • Aðstoð á lager
Hæfniskröfur:
  • Bílpróf er skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Rík hæfni í mannlegum samskiptum
  • Vönduð og skipulögð vinnubrögð
  • Metnaður og frumkvæði í starfi