Sölumaður
Rótgróið framleiðslufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem starfar á sviði dagvörumarkaðs óskar eftir að ráða sölumann til starfa.
Um fullt starf er að ræða og er vinnutími frá kl. 07:00/08:00 til kl. 15:00/16:00 eftir samkomulagi.
Leitað er að jákvæðum og röskum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund og góða söluhæfileika. Viðkomandi þarf að hafa getu til að vinna sjálfstætt sem og í hópi ásamt því að hafa ánægju af mannlegum samskiptum.
Starfssvið:
- Sala og ráðgjöf til viðskiptavina
- Ýmiskonar eftirfylgni
- Pantanamóttaka og reikningagerð
- Svara fyrirspurnum frá viðskiptavinum í síma og tölvupósti
- Önnur tilfallandi störf á sölusviði
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sölustörfum á dagvörumarkaði kostur en ekki skilyrði
- Rík hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð íslenskukunnátta
- Góð almenn tölvukunnátta
- Vandvirkni og skipulögð vinnubrögð