Sölumaður
NormX óskar eftir að ráða jákvæðan og lausnamiðaðan einstakling í starf sölumanns.
Vinnutími er frá kl. 10:00 til kl. 18:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 10:00 til kl. 17:00 á föstudögum. Annar hvor laugardagur á sumartíma frá kl. 11:00 – kl. 15:00 eða eftir samkomulagi.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðu verkviti, sýna metnað og frumkvæði í starfi ásamt því hafa góða söluhæfileika og ríka þjónustulund.
Starfssvið:
- Sala og ráðgjöf vegna svalalokana og heitra potta
- Tilboðsgerð og eftirfylgni með sölu
- Heimsóknir til viðskiptavina
- Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
- Reynsla af sölustörfum æskileg
- Góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Skipulögð og öguð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
NormX er næstum 40 ára gamalt íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir heita potta og er umboðsaðili fyrir Cover svalalokanir sem framleiddar eru í Finnlandi. Lögð er áhersla á að veita persónulega og góða þjónustu til viðskiptavina.