Sölumaður

Sérvöruverslun með hágæðavörur á sviði gluggatjalda ofl leitar að metnaðarfullum og þjónustulunduðum einstaklingi í starf sölumanns

Vinnutími er frá kl. 09.00 til kl. 17:00.
Viðkomandi þarf að búa yfir góðum söluhæfileikum, afburðargóðri framkomu og hafa metnað og áhuga fyrir starfi sínu.

Starfssvið:
  • Sala, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Vöruframstillingar
  • Svara fyrirspurnum í síma og tölvupósti
  • Eftirfylgni
Hæfniskröfur:
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Áhugi á sölumennsku
  • Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Rík hæfni í mannlegum samskiptum

Önnur störf