Sturlaugur Jónsson logo

Sölumaður

Sturlaugur Jónsson & Co ehf. óska eftir að ráða metnaðarfullan og þjónustulipran einstakling í starf sölumanns.


Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08:00 til kl. 16:00 á föstudögum.
Viðkomandi þarf að búa yfir miklum söluhæfileikum, frumkvæði og getu til að starfa sjálfstætt sem og í hópi ásamt því að hafa áhuga og metnað til að sinna starfi sínu af kostgæfni.

Starfssvið:
  • Viðhald og öflun nýrra viðskiptavina
  • Tilboðsgerð og eftirfylgni
  • Sala, þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina
  • Samskipti við viðskiptavini og birgja í síma og tölvupósti
  • Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Þekking á DK bókhaldskerfi og Microsoft Dynamics 365 kostur
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Jákvætt og þjónustumiðað viðmót


Sturlaugur Jónsson & Co er rótgróið fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við sjávarútveg, landbúnað og annan iðnað með ýmsan vélbúnað og varahluti.

Önnur störf