Einingarverksmiðjan logo

Starfsmaður í viðhaldi

Einingaverksmiðjan ehf. óskar eftir að ráða vélsmið, járnsmið eða einstakling með reynslu af suðuvinnu til starfa.

Um fullt starf er að ræða og er vinnutími frá kl. 07:30 til kl. 16:00.
Viðkomandi mun sinna verkefnum við suðu- og smíðavinnu tengdum framleiðslu fyrirtækisins ásamt viðhaldsverkefnum bæði í verksmiðju og á tækjum fyrirtækisins.

Starfssvið:
  • Viðgerðir og viðhald á tækjum
  • Þjónusta við framleiðslu
Hæfniskröfur:
  • Menntun á sviði vélsmíði eða járnsmíði kostur
  • Reynsla af vinnu við suðu
  • Rík hæfni í mannlegum samskiptum
  • Vönduð og skipulögð vinnubrögð


Einingaverksmiðjan ehf. var stofnuð árið 1994. Frá upphafi hefur fyrirtækið framleitt forsteyptar einingar til húsbygginga og hefur byggt upp gríðarlega sérþekkingu og verkkunnáttu. Auk þess hefur fyrirtækið á að skipa öflugan tækjabúnað og afar fullkomna verksmiðju.

Önnur störf