Tæknimaður á net - og hugbúnaðarsviði

Sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði prentlausna óskar eftir að ráða hugbúnaðar- og netsérfræðing til að sinna uppsetningum, viðhaldi og þróun prentumsjónarkerfa fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08:00 til kl. 15:15 á föstudögum.

Starfssvið:
 • Uppsetning og viðhald prentumsjónarkerfa
 • Aðstoð og ráðgjöf í nettengingum
 • Greining tæknilegra úrlausnarefna
 • Sérfræðiráðgjöf við sölu og markaðssetningu
 • Aðstoð og þjálfun samstarfsfólks
Hæfniskröfur:
 • Kerfisfræði, kerfisstjórnun, netstjórnun eða sambærilegt
 • Þekking og reynsla af Windows Server umhverfi
 • Þekking og reynsla af netumhverfum fyrirtækja
 • Þekking á skýlausnum eins og Office 365 og Azure
 • Jákvætt hugarfar og góður samstarfsvilji
 • Áhugi fyrir nýjungum í upplýsingatækni
 • Færni til að leysa tæknilega flókin vandamál
 • Vilji til að vinna í hóp og leiðbeina öðrum
 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
 • Góð þjónustulund

Önnur störf