Tæknimaður á verkstæði

Rótgróið sölu- og þjónustufyrirtæki á sviði tækja- og tæknibúnaðar fyrir íslenskan sjávarútveg óskar eftir að ráða tæknimann á verkstæði.

Leitað er að einstaklingi með menntun sem nýtist í starfinu, ríka hæfni í mannlegum samskiptum, metnað og sjálfstæð vinnubrögð.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08:00 til kl. 14:00 á föstudögum.

Starfssvið:
  • Þjónusta og uppsetningar á skipa- og siglingatækjum
  • Viðgerðir og viðhald
  • Tölvusamsetningar
Hæfniskröfur:
  • Menntun á sviði rafeindavirkjunar, rafvirkjunar, vélfræði eða tölvunarfræði æskileg
  • Gott frumkvæði og vönduð vinnubrögð
  • Reynsla af sambærilegum störfum kostur


Fyrirtækið starfar á vettvangi íslensks sjávarútvegs við sölu og þjónustu við skip og báta á tækja- og tæknibúnaði.
Starfið getur kallað á ferðalög innanlands og erlendis.

Önnur störf