Tæknimaður fyrir prentara og fjölnotatæki

Rótgróið fyrirtæki á sviði tæknibúnaðar óskar eftir að ráða tæknimann til starfa.

Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 17:00 mánudaga til fimmtudaga og frá kl. 08:00 til kl. 15:15 á föstudögum.
Leitað er að einstaklingi með þekkingu og reynslu af sambærilegum viðgerðum. Viðkomandi þarf að hafa ánægju af mannlegum samskiptum og tæknilegum viðfangsefnum ásamt því að hafa gott frumkvæði og metnað fyrir starfi sínu.

Starfssvið:
  • Viðgerðir og viðhald á prenturum og fjölnotatækjum
  • Uppsetning á vélum og netkerfum
  • Þjónusta og ráðgjöf við prentsmiðjur og önnur fyrirtæki
Hæfniskröfur:
  • Reynsla af netumhverfum fyrirtækja kostur
  • Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
  • Jákvætt hugarfar og góður samstarfsvilji
  • Góð þjónustulund
  • Geta til að vinna í hóp sem og sjálfstætt


Fyrirtækið er leiðandi á sviði prentlausna á fyrirtækjamarkaði og í prentiðnaði.

Önnur störf