Þjónustustjóri:Verkfræðingur/Viðskiptafræðingur

Fyrirtæki á sviði innflutnings og sölu á vélum og tækjum fyrir byggingarmarkað leitar að þjónustustjóra með mikla leiðtoga- og stjórnunarhæfileika.


Viðkomandi er í einni af lykilstöðum fyrirtækisins og er um að ræða mjög krefjandi og viðamikið starf og því leitað að kraftmiklum einstaklingi með víðtæka reynslu af sambærilegum störfum. Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæði í vinnubrögðum sem og getu til að leiða hóp starfsmanna að sameiginlegum markmiðum.

Starfssvið:
  • Ábyrgð á daglegum rekstri vöruhúss og þjónustuverkstæðis
  • Umsjón starfsmannamála
  • Stöðug þróun og endurskipulagning verkferla
  • Eftirlit með gæðakerfi og eftirfylgni verkferla
  • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð
Hæfniskröfur:
  • Menntun á sviði verkfræði eða viðskiptafræði skilyrði
  • Reynsla af vörustjórnun æskileg
  • Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
  • Skipulags- og stjórnunarhæfileikar
  • Reynsla af mannaforráðum og stjórnunarstörfum