Vélfræðingur/Tæknimaður

Þjónustufyrirtæki við iðnað og heilbrigðisstofnanir óskar eftir að ráða sjálfstæðan og þjónustulipran einstakling til starfa við uppsetningar, viðhald og eftirlit á tækjum og búnaði.

Fyrirtækið er alþjóðlegt og starfar á sviði framleiðslu og þjónustu á iðnaðar-, matvæla- og lyfjasviði. Starfsstöð fyrirtækisins á Íslandi er á höfuðborgarsvæðinu.
Leitað er að kröftugum og sjálfstæðum einstaklingi með vélfræði eða aðra sambærilega menntun og/eða reynslu af sambærilegum störfum.
Viðkomandi þarf að hafa getu til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 16:30 alla virka daga.

Starfssvið:
 • Uppsetning, viðhald og sala á búnaði fyrir gasdreifikerfi
 • Almenn þjónusta, bilanagreiningar og eftirlit
 • Uppsetning og framkvæmd þjónustusamninga
 • Innkaup á búnaði
 • Vinna hjá viðskiptavinum og í framleiðslueiningum fyrirtækisins
Hæfniskröfur:
 • Vélfræðimenntun eða sambærilegt nám er kostur
 • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
 • Þjónustulund, samskipta og samvinnuhæfni
 • Áhugi á sölu
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Íslensku- og enskukunnátta
 • Geta til að afla sér nýrrar þekkingar og kunnáttu
 • Reynsla af vinnu í heilbrigðisgeiranum er kostur
 • Bílpróf er skilyrði