HH Ráðgjöf hóf starfsemi sína árið 2005. Fyrirtækið er í einkaeigu.
HH Ráðgjöf veitir viðskiptavinum sínum heildarlausnir á sviði ráðninga og mannauðsmála. Fagmennska, persónuleg þjónusta og vönduð vinnubrögð eru einkunnarorð okkar. Mikil áhersla er lögð á að starfsmenn fyrirtækisins fái alla þá þjálfun sem hægt er að veita og einungis eru ráðnir til starfa einstaklingar með mikla þekkingu og reynslu á því sviði sem þeir starfa við hjá HH Ráðgjöf. Ennfremur hefur það verið okkur mikið kappsmál að nýta tæknina til fullnustu og var af þeim sökum m.a. sérskrifaður hugbúnaður fyrir ráðningarþjónustuna sem hefur verulega þýðingu varðandi gæði þjónustunnar og gerir okkur kleift að finna á mun markvissari hátt en ella rétta einstaklinginn fyrir rétta starfið. Einnig hefur reynst ákaflega vel og mælst mjög vel fyrir hjá viðskiptavinum okkar sú stefna að vinna hratt og örugglega og hraða ráðningarferlinu eins og unnt er.
Viðskiptavinir HH Ráðgjafar eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá einyrkjum til stærstu fyrirtækja landsins.
Fyrirtækið hefur verið í örum vexti allt frá stofnun þess og hafa viðtökur verið afar góðar, jafnt hjá fyrirtækjum sem og einstaklingum. Starfsmenn HH Ráðgjafar eru nú orðnir 5 talsins. Þannig hefur safnast fyrir hjá fyrirtækinu gríðarleg þekking og reynsla á sviði starfsmannamála og ráðninga.
Upplýsingar um fyrirtækið: