HH Ráðgjöf hefur vönduð vinnubrögð og fagmennsku ávallt að leiðarljósi. Við leggjum metnað okkar í að veita afburðarþjónustu og finna réttan einstakling fyrir þá aðila sem leita okkar aðstoðar við ráðningu starfsfólks.
Við veitum viðskiptavinum okkar m.a. eftirtalda þjónustu:
Kostir þess að nýta þjónustu HH Ráðgjafar eru m.a talin upp hér að neðan og eru:.
HH Ráðgjöf er búin að forvinna ráðningarferlið, búið er að fara í gegnum allar umsóknir, leita í gagnagrunni, taka forviðtöl og afla umsagna. Þú færð í hendur umsóknir þeirra einstaklinga sem hæfa best í starfið miðað við þínar óskir og forsendur og við sjáum um að boða viðkomandi á ykkar fund.
HH Ráðgjöf notar nýjan sérskrifaðan hugbúnað sem gerir leit í gagnagrunni okkar afar markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn hverju sinni.
Tekin er þriggja mánaða ábyrgð á öllum ráðningum þegar um fulla þjónustu er að ræða. Ef starfsmaður hættir störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds.
Okkar aðalsmerki eru skjót viðbrögð og lögð er áhersla á að flýta ráðningarferlinu eins og unnt er.
Mikill fjöldi fjöldi einstaklinga er á skrá í almennum gagnagrunni okkar sem tryggir skjót viðbrögð og að við finnum rétta einstaklinginn fyrir starfið.
Hjá HH Ráðgjöf starfa sérfræðingar á sviði starfsmannamála sem búa m.a. yfir mikilli reynslu af ráðningum og hagnýtri menntun.
Bjóðum mjög hagstætt og samkeppnishæft verð á þjónustu okkar. Gerðu verðsamanburð!
HH Ráðgjöf er alhliða ráðningarþjónusta og við státum okkur af því að veita frammúrskarandi þjónustu hvort sem um ræðir ráðningu ófaglærðra, faglærðra eða sérfræðinga.